Sjálfsagðir hlutir

26 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN Nær allt sem við snertum hefur verið hannað á einhvern hátt. Marga hluti í umhverfi okkar lítum við á sem sjálfsagða í daglegu lífi án þess að gefa þeim sérstakan gaum. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem gegna allir á sinn hátt mikilvægu hlutverki og hafa jafnvel sannað gildi sitt sem „klassískir“ á þann hátt að endurnýjun eða endurhönnun virðist óþörf. Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hafa oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr ýmsum hráefnum. Tilgangur með þessari rafbók er að vekja athygli á þeirri hönnun sem er í okkar nánasta umhverfi. Í skólastofunni eru dæmi um hluti sem teljast til hönnunar- klassíkur en láta lítið yfir sér. Tillögur að verkefnum og vangaveltum fylgja hverri opnu. Það er í valdi hvers og eins hvort öll verkefnin eru unnin. Best er að lesa efnið í gegn áður en hafist er handa. SJÁLFSAGÐIR HLUTIR HÖNNUN Í NÁNASTA UMHVERFI OKKAR 40129

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=