Sjálfsagðir hlutir

25 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN Umræður og verkefni 19. nóvember er alþjóðlegur dagur klósettsins. Hann er haldinn til að vekja athygli á því að um allan heim býr fólk enn við þær aðstæður að hafa ekki aðgang að vatnssalerni. Það hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði þess. Það að hafa aðgang að salerni getur bjargað lífi fólks. Ef eini staðurinn sem fólk hefur til að létta á sér er t.d. þar sem matur er ræktaður þá eiga sjúkdómar mun greiðari leið en annars. • Ímyndið ykkur heim án salerna. Hvernig væri samfélagið? Hvaða áhrif hefði það á líf okkar? • Það þótti mikil framför þegar byrjað var að leiða vatn inn á útikamra og síðar í salerni í húsum. Slík salerni voru merkt með WC (water closet) til að greina þau frá öðrum. Hvaða fleiri orð má nota yfir salerni? FLÍSAR Flísar eru þunn leirstykki brennd með eða án glerungs. Harka og þol flísanna fer eftir því hve hátt hitastig þær hafa verið brenndar við. Postulín hefur mesta hörku og er því vinsælt á staði þar sem álagið er mikið. Flísar geta verið af ýmsum stærðum og í öllum regnbogans litum. Keramikflísar eiga sér afar langa sögu og fundist hafa leifar um þær frá því um 3000 f.Kr í Egyptalandi. Á miðöldum var algengt að kirkjur og moskur væru skreyttar með mósaík úr flísum, steini og gleri. Í Austrómverska ríkinu (frá 4. til 14. aldar) náði mósaík sem myndskreyting í kirkjum hápunkti sínum. Hollendingar byrjuðu að framleiða flísar fyrir heimili á 14. öld þegar þörfin var mikil fyrir eldtraust byggingarefni. Þeir sérhæfðu sig síðar í framleiðslu á flísum skreyttum með bláum lit. Vegna þess hve auðvelt er að halda ker- amikflísum hreinum og lausum við t.d. myglu urðu þær vinsælar sem gólf og veggklæðning í Evrópu á 20. öld. Flísalagt var þar sem mikill ágangur var á gólf eða veggi, eins og í baðherbergjum eða við eldstæði. Umræður og verkefni • Útbúið myndir í anda mósaík-myndanna. Það er hægt að gera á ýmsan máta, t.d. með því að útbúa klippimyndir, raða saman glerbrotum eða fara út og raða saman fundnum hlutum. Leitarorð: How to Do Mosaics wikihow | mósaík flísar | Mosaic images

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=