Sjálfsagðir hlutir

24 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN SALERNI Hvar værum við án salerna? Salerni eru kannski ein hugvitsamleg- asta uppfinning okkar tíma. Ef við skoðum sögu salerna má sjá að gríðarleg tæknibylting og þróun hefur átt sér stað. Í Egyptalandi og Grikklandi til forna var salernisaðstaða, vatns- og fráveitukerfi frá 2500 f. Kr. en í þá daga voru salernin sjálf einskonar flöskur eða djúpar skálar oft mótaðar úr leir. Um 1530 voru tréklósett nýjustu nútímaþægindin, um var að ræða einskonar trékolla með gati og málm- eða postulínskoppur undir gatinu. Hugmynd nú- tíma vatnssalerna má rekja til John Harington árið 1596 en hug- myndirnar voru ekki komnar í notkun fyrr en seint á nítjándu öld. Með tilkomu vatnssalerna átti sér stað gjörbylting varðandi hrein- læti og heilbrigði. Sagan segir að árið 1775 hafi Alexander Cummings hannað fyrsta vatnssalernið með vatnslás og kerfi þar sem vatni var veitt með vissum fallþunga til að skola úrgang úr skálinni. Vatnslásinn gerir það að verkum að ekki berst óþefur og sýklar inn í herbergið frá skolpræsunum. Á árunum 1861-1904 var Tómas Crapper einn af stærstu framleið- endum vatnssalerna úr málmi en hann var jafnframt einn af fyrstu framleiðendum salerna í Englandi. Uppfinning nútíma salerna er saga framfara og árangurs. Ólíkir einstaklingar og uppfinninga- menn hafa komið að þróuninni. Vatnssalerni eru nú á dögum al- geng í mörgum heimshlutum og hér á landi teljum við þau ómiss- andi og sjálfsagðan hlut í okkar daglega lífi. Daglega verður fólk oftast vart við postulín inni á baðherbergjum í vöskum og salernum en steypt postulín er vinsælasta efnið við framleiðslu vaska og klósettskála. Postulín, og þá sérstaklega harðpostulín, er auðvelt að þrífa og óhreinindi setjast mun síður á glansandi yfirborð þess. Talið er að fyrsta postulínsklósettið hafi verið smíðað á áttunda áratug 19. aldar af fyrirtæki Englendingsins Thomas Twyfords. Leiknin við að steypa úr leir og postulíni jókst síðan sífellt á 19. og 20. öld og framleiðslugetan einnig. Leitarorð: Thomas Twyford flushing toilet | worldtoiletday info

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=