Sjálfsagðir hlutir

23 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN KERAMIK Leir hefur fylgt manninum frá örófi alda og má rekja sögu hans allt til Babyloníu fyrir meira en 5000 árum. Hann tengist siðmenningu og horfnum samfélögum órofa böndum. Leirinn tengist grunnþörfum mannsins varð- andi mannvirkjagerð liðinna alda. Hann tengist þörfum okkar varðandi geymslu matar og hann tengist líka nútímatækni og fagurfræði. Auðvelt er að móta leirinn í alls kyns form en elstu minjar benda til þess að hann hafi verið látinn þorna og harðna í sólinni óbrenndur. Síðar fundu menn út að væri hann brenndur ykist harka hans og ending. Við þá efna- breytingu nefnist hann keramik. Fundist hafa minjar úr brenndum leir frá því um 2500 fyrir Krist. Leirinn er unninn úr náttúrulegum efnum en er breytilegur eftir brennsluaðferðum og því hverju er blandað í hann. Gler- ungar sem loka leirnum gefa hönnuðum sem vinna með efnið ótal mögu- leika. Hvort sem um er að ræða hábrennt keramik í tækni- og tækjaiðnaði eða lágbrenndan jarðleir í nytjahlutum, tengist hann menningu, þróun og framförum. Leir er oft skipt í fjóra flokka: 1. Leir sem notaður er í mannvirkjagerð og burðarvirki. 2. Leir sem notaður er í eldföst efni, í fóður, í ofna og einangranir. 3. Leir sem notaður er í borðbúnað, veggflísar og hreinlætisvörur. 4. Leir sem notaður er innan hátæknigeirans í kjarnorku- og eldflaugavinnslu og innan heilbrigðissviðs til dæmis í gervitennur, hjálpartæki og fleira. Við vinnslu á leir þarf vatn og eld og vænan skammt af hugmyndaauðgi og sköpunargáfu til að nýta allar þær aðferðir sem mögulegar eru. Umræður og verkefni • Veljið einn af flokkunum hér að framan og kynnið algenga hluti sem búnir eru til úr leir. • Veljið eina uppfinningu sem nefnd er í þessu hefti. Finnið á netinu eða í öðrum heimildum meira um þessa uppfinningu. Útbúið glærukynningu, veggspjald, leikþátt eða annað til að koma uppfinningunni á framfæri. • Kynnið ykkur námsefnið Leirmótun – keramik fyrir alla og útbúið einn hlut, í lítilli stærð, sem getur flokkast undir lið 1-4 hér að ofan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=