Sjálfsagðir hlutir
21 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN FORMBEYGÐUR KROSSVIÐUR Stóllinn Wing (Vængur) er gerður úr formbeygðum krossvið. Kross- viður er búinn til úr örþunnum spónaplötum sem eru límdar saman sitt á hvað þannig að trefjarnar krossast. Dögg Guðmundsdóttir og Rikke Rützou Arnved eru hönnuðir hans. Það sjást líklega línur í bakinu á honum sem eru ummerki eftir fyrra líf viðarins. Stóllinn sjálfur er búinn til úr heilli plötu sem er sveigð í form stólsins með því að nota mót, gufu og lím. Það er mikil kúnst að formbeygja þennan stól og tekur langan tíma. Formbeyging olli straumhvörfum í húsgagnahönnun. Michael Thonet er sá sem er skrifaður fyrir þróun og fullkomnun á þessari tækni sem hann vann að á árunum 1850-1860. Fyrirtæki hans, Thonet , er enn til. Þessi aðferð olli byltingu í húsgagnahönnun. Með henni var kominn möguleiki á að móta úr við á alveg nýjan hátt. Stóllinn Skata var fyrsti formbeygði stóllinn sem var fjöldafram- leiddur á Íslandi. Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhúss- arkitekt (1927-2010) hannaði stólinn. Halldór lærði í Kaupmanna- höfn og hreyfst af Maurnum eftir danska arkitektinn og hönnuðinn Arne Jacobsen og vildi þróa sambærilegan íslenskan stól úr formbeygðum krossvið. Sú aðferð var þá tiltölu- lega ný og alveg óþekkt hér á landi. Umræður og verkefni • Er eitthvað búið til úr við í ykkar nágrenni? Hvernig sjáið þið að það er gert úr viði? • Stundum sér maður ákveðið mynstur á hlutum/húsgögnum sem smíðuð eru úr viði. Þetta mynstur eru ummerki eftir árhringi og greinar trésins sem hluturinn var unninn úr. Ummerki eftir greinar nefnast kvistir og þeir eru dökkir hringlaga blettir í viðnum. Skoðið tréborð eða stól og veltið fyrir ykkur fyrra lífi þess hlutar með því að leita eftir ummerkjum eins og kvistum. Hvaða sögur fylgja þessum húsmunum? • Þó svo að vara úr tré sé nýkomin á markað er ekki þar með sagt að efniviðurinn sé glænýr. Kannið aldur vörunnar með því að telja árhringi viðarins. Leitarorð: wing doggdesign | Michael Thonet chair | stóllinn skata eftir Halldór Hjálmarsson Stóllinn Wing eftir Dögg Guðmundsdóttur og Rikke Rützou Arnved Stóllinn Wing á hlið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=