Sjálfsagðir hlutir

20 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN PAPPÍRSPOKI Hægt er að rekja uppruna pappírs til Kína um 105 fyrir Krist. Sá pappír var úr jurtatrefjum, tuskum og jafnvel neti. Nú á dögum er pappír yfirleitt gerður úr viðartrefjum sem unnar eru á ákveðinn hátt. Pappírsframleiðsla fer þannig fram að trefjarnar eru fyrst meðhöndlaðar með vatni og hita þar til þær eru orðnar að graut. Grautnum er mokað upp á grindur þar sem vatn er pressað úr honum og hann er þurrkaður. Eftir verður örþunn pappírsörk sem hægt er að nýta. Áður en Margaret Knight þróaði flatbotna bréfpokann árið 1870 voru pokar yfirleitt í laginu eins og umslög. Margaret vann í bréfpokaverk- smiðju og þróaði vél sem gat framleitt flatbotna poka. Þessi tegund bréfpoka varð afar vinsæl þar sem að auðveldara var að koma vörum fyrir í þeim. Annað sem hafði áhrif á vinsældir bréfpokans var að búðar- eigendur gátu látið prenta merkið sitt á þá og þar með fengu þeir ódýra auglýsingu þegar kúnnar báru vörurnar heim í þeim. Umræður og verkefni • Finnið fleiri uppfinningar eða hönnun eftir konur, með því að leita á netinu? Leitarorð: uppfinningar kvenna | female designers | female architects • Ætli hönnun og uppfinningar kvenna séu á einhvern hátt öðruvísi en karla? • Útbúið sjálf pappír úr pappírsafgöngum. Leitarorð: pappírsgerð | how to make a paper. Hvað dettur ykkur í hug að nota pappírinn í? Merkimiða, kort, auglýsingaspjöld … • Ímyndið ykkur að þið séuð með grænmetisverslun. Útbúið lógó/ merki fyrir verslunina sem mun sóma sér vel á bréfpokum. Byrjið á því að útbúa 10-20 skissur af einföldu lógói/merki. Grafískir hönnuðir verja miklum tíma í þessa vinnu í byrjun til að finna gott lógó/merki. Hugið meðal annars að: o jafnvægi, þannig að myndræn framsetning, litir og stærð sé svipuð frá öllum hliðum o læsileika, að lógóið/merkið sé læsilegt í öllum stærðum o litasamsetningu, að það komi vel út í svörtu og hvítu eða grátón o markhópnum, að viðskiptavinunum líki við lógóið/merkið o leturgerð, að það sé læsilegt o frumleika, að útbúa lógóið/merkið þannig að viðskiptavinir muni eftir því og fyrir hvað það stendur. Einfalt er betra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=