Sjálfsagðir hlutir

19 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN TANNSTÖNGULL Saga tannstöngulsins er saga mjög vel heppnaðar markaðssetningar. Þar til Bandaríkjamaðurinn Charles Forster hóf fjöldaframleiðslu á viðar- tannstönglum, tálgaði fólk sér tannstöngla eða notaði jafnvel tannstöngla úr efnum eins og silfri eða gulli. Forster sá fyrir sér að fjöldaframleiddir tannstönglar gætu orðið vinsæl vara. Benjamin Franklin Sturtevant (1833- 1890) hafði fundið upp vél sem fjöldaframleiddi litla tréfleyga fyrir skó- gerð. Forster áttaði sig á að hægt væri að framleiða tannstöngla á sama hátt úr birki. Vélin hans Forsters framleiddi um milljón tannstöngla á dag. Forster fékk einkaleyfi á tannstönglaframleiðslu og hélt því fram til 1880. Þar sem það þótti ekkert tiltökumál að búa sér til eigin tannstöngul varð hann að búa til þörf fyrir vöruna. Honum tókst það með því að borga stúdentum fyrir að fara í verslanir og á veitingahús og biðja sérstaklega um tannstöngla. Þegar Forster kom nokkru síðar í verslunina eða á veit- ingahúsið voru margir kassar af tannstönglum keyptir af honum. Tann- stöngullinn hans Forsters varð brátt að nokkurskonar stöðutákni, þar sem t.d. mátti sjá unga menn stilla sér upp fyrir framan veitingastaði með tannstöngul í munnvikinu líkt og þeir væru nýbúnir að borða þar, þó þeir hefðu í raun ekki efni á því. Umræður og verkefni • Er einhver vara sem allir verða að eignast? Hvaða „æði“ í einhverja vöru munið þið eftir? • Getið þið nefnt dæmi um markaðssetningu á vörum nú á dögum sem minnir á það sem Forster tókst með tannstönglinum? Hafið þið tekið eftir auglýsingum t.d. á samfélagsmiðlum þar sem einhver frægur er að fjalla um vöru og kynnir hana? Hvað finnst ykkur um þannig auglýsingar? • Skipuleggið auglýsingaherferð fyrir tannstöngulinn. Ímyndið ykkur að hann sé ný vara í dag og það þurfi að gera hann að næsta „æði“. • Vinnið í hóp og komið með tillögur að nýrri vöru sem þið teljið að „nauðsynlegt“ sé fyrir sem flesta að eignast. Hún þarf ekki að vera raunhæf. Ræðið um hverjir kostir vörunnar eru og skráið niður. Útbúið auglýsingaherferð til birtingar á samfélagsmiðlum. Þið getið t.d. tekið viðtöl við fólk sem hefur reynslu af vörunni, tekið ljósmynd af henni og ákveðið heildarútlit auglýsinga með viðeigandi letri, litapallettu og uppsetningu. Birtið síðan auglýsingaherferðina á einn eða annan hátt. Leitarorð: auglýsingaherferð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=