Sjálfsagðir hlutir

18 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN VIÐUR Viðarnotkun var og er gríðarlega fjölbreytt og umfangsmikil. Viður hefur verið notaður í nánast allt sem viðkemur manninum og umhverfi hans. Viði er skipt í tvo flokka: mjúkvið og harðvið. Þær tegundir sem falla undir mjúkvið eru barrtré eins og lerki eða fura. Harðviður eru lauftré, eins og eik, tekk eða birki. Tegundir úr báðum flokkum eru nýttar til hús- gagnaframleiðslu og hefur hver viðartegund sína áferð og lit. Viður hefur marga góða kosti sem framleiðsluefni. Hann er sterkur, sveigjanlegur og léttur og það er auðvelt að vinna hann. Ókostir viðarins eru að hann brennur auðveldlega og hann er viðkvæmur fyrir raka. Viður er einnig viðkvæmur fyrir plágum skordýra. Skordýr éta hann. Þegar nýta á við, til dæmis til byggingar húsa, í nytjahluti eða til fram- leiðslu pappírs verður að byrja á því að höggva trén. Þau eru svo söguð niður, kurluð eða mótuð, allt eftir kúnstarinnar reglum. Viður hefur frá upphafi verið aðalhráefnið í húsgögn og verkfæri. Hönnuðir hafa glímt við að móta hann eftir ýmsum leiðum í gegnum tíðina. Hægt er að tálga hann, saga, negla, slípa, renna og jafnvel formbeygja, þannig að úr verður stóll eða aðrir hlutir. Viðarhúsgögn voru að mestu leyti handsmíðuð langt fram á 19. öld þegar fjöldaframleiðsla hófst í kjölfar iðnbyltingarinnar. Nýjar framleiðslu- aðferðir höfðu í för með sér að húsgögn urðu staðlaðri í formi þannig að auðveldara og ódýrara varð að framleiða þau í vélum. Tækniframfarir 20. aldar og frjó hugsun hönnuða hefur oft og tíðum gjörbreytt hugmyndum manna á möguleikum formsköpunar úr timbri. Leitarorð: mjúkviður | softwood | harðviður | hardwood

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=