Sjálfsagðir hlutir

17 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN PLASTSTÓLL Rhino stóllinn er eftir Richard Hutten en hann er þekktur fyrir húsgögn sem hann kallar „engin merki um hönnun“. Þá á hann við hagnýt hús- gögn sem hönnuð eru í hugmyndarlegum og gamansömum stíl. Annar stóll sem Richard hannaði nefnist CM , sem eru upphafsstafir Centraal Museum í Utrecht í Hollandi. Á safninu er sýnd list, hönnun og sögulegar minjar. Hönnuðurinn skoðaði safnið og fékk hugmyndir þaðan til að skapa stólinn. Hann virðist vera þungur en þar sem hann er búinn til úr plasti er hægt að hafa hann holan að innan. Því er stóllinn léttur og auðvelt að færa hann til og frá. Stóllinn var notaður í brúðkaupi hollenska krónprinsins, sem er mikill heiður fyrir hönnuðinn. Umræður og verkefni • Nefnið kosti og galla þess að framleiða plaststóla. • Sjáið þið einhver húsgögn í umhverfi ykkar sem virðast ekki bera merki um hönnun? Getið þið nefnt dæmi? • Hvernig líta hásæti út? Ræðið og skissið síðan upp ykkar eigin hásæti. • Hægt er að teikna mynd af hásæti eða vinna lítið módel með því að nota blómavír, karton, textílefni og fleira. Leitarorð: Centraal Museum Chair by Richard Hutten | Rhino Chair by Richard Hutten Stóllinn Rhino eftir Richard Hutten Stóllinn CM eftir Richard Hutten

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=