Sjálfsagðir hlutir
16 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN LEGO Árið 1932 stofnaði Daninn Ole Kirk Christiansen lítið húsgagnafyrirtæki í þorpinu Billund í Danmörku. Þar eyddi hann mestum tíma sínum í að smíða vönduð leikföng úr tré. Sonur hans Godtfred byrjaði snemma að vinna hjá föður sínum. Þeir voru fyrstir í Danmörku til að fjárfesta í plastvinnslutæki. Fyrirtækið vann í um 10 ár að uppfinningu og vöruþróun legokubbsins. Kubburinn var með tökkum sem gera það að verkum að hægt er að festa kubba saman og losa. Fyrirtækið fékk nafnið Lego og vakti það strax mikla athygli. Nafnið er stytting á dönsku orðunum „leg godt“, sem merkir leikið vel eða góður leikur. Á latínu þýðir Lego, ég læri eða ég safna. Í nokkra áratugi hefur Lego ekki einungis lagt áherslu á að skemmta og stytta fólki stundir heldur einnig að börn leiki og læri með því að byggja úr kubbunum. Lego hefur verið í stöðugri vöru- þróun í gegnum árin og á mörg skráð vörumerki eins og Lego, Lego Duplo og Legoland. Umræður og verkefni • Áður en fyrirtækið Lego hóf að framleiða legókubbana, framleiddi það hágæðaleikföng úr tré. Ræðið kosti þess og galla að framleiða leikföng úr plasti og tré. Hvaða fleiri leiðir eru færar til að framleiða leikföng? • Ræðið saman um hvað þarf að einkenna hús sem á að standast jarð- skjálfta. Hvaða efniviður í slík hús er heppilegastur? Hvernig er best að húsið sé hannað? Byggið hús úr legokubbum með þetta í huga. • Gerið tilraun með legókubba. Skiptið í lið og hvert lið fær ákveðinn fjölda kubba. Vinnið saman að því að gera sem hæstan turn án þess að hann falli. Það lið vinnur sem nær hæsta turninum. Leitarorð: Skiptir máli hvernig hús eru í laginu á jarðskjálftasvæðum? | What makes a house earthquake proof? | Earthquake proof buildings facts
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=