Sjálfsagðir hlutir

15 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN LINSUR Uppfinning augnlinsunnar má tengja við uppfinningar og rannsóknir Leonardo da Vinci, sem skissaði hugmynd að augnlinsu árið 1508. Árið 1929, var hinn ungverski Joseph Dallos byrjaður að taka mót af augum og árið 1936 gerði sjónglerjafræðingurinn William Feinbloom tilraunir með mjúkar augnlinsur úr plasti í New York. Árið 1945 fékk hið ameríska sjóntækjafræðifélag viðurkennda glæra plastaugnlinsu sem þeir höfðu þróað og fylgdi lögun augans. Þetta voru allt skref í rétta átt en það var Otto Wichterle efnaverkfræð- ingur sem þróaði og hannaði að fullu nothæfar mjúkar linsur. Það tók Wichterle mörg ár og sársaukafullar prófanir á sjálfum sér að þróa nothæfar augnlinsur en um jólin 1961 framleiddi hann fyrstu frum- gerð sína. Hann gerði prófanir á sjúklingum á sjúkrahúsi í heimabæ sínum sem leiddu til mikils árangurs þar sem sjúklingar fundu ekki fyrir neinni ertingu við að hafa linsurnar í auganu. Því miður leiddu þessar tilraunir líka í ljós að sjúklingarnir sáu ekkert betur. Árið 1962 hóf Wich- terle samstarf við George Nissel augnlinsuframleiðanda og saman þró- uðu þeir hugmynd að rennibekk sem rennir plastið og mótar linsuna í bogalaga form. Wichterle fékk einkaleyfi fyrir framleiðslu sína. Þegar rætt er um „venjulegar augnlinsur“ í dag er yfirleitt átt við mjúkar linsur Wichterle sem komu á heimsmarkaðinn árið 1965. Þær eru gerðar úr ýmsum afbrigðum akrýlplastefna. • Hægt er að skoða myndband af Otto Wichterle á netinu, þar sem hann er að handleika plastefnið og kynna til sögunnar augnlinsuna. Konan hans sagði frá því að hann hafi oft tekið hluti og eyðilagt þá til að búa til eitthvað annað úr hluta þeirra. Ýmislegt má endurnýta úr gömlum hlutum og búa til eitthvað nýtt. Hvað dettur ykkur í hug? Til dæmis má útbúa flottar töskur úr slitnum gallabuxum, skartgripi úr bókagormi, blómapotta úr gömlum stígvélum. • Hvaða fleiri uppfinningar koma ykkur í hug sem hafa breytt lífi fólks, líkt og gleraugu og augnlinsur? Leitarorð: Otto Wichterle lenses

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=