Sjálfsagðir hlutir
BÓLUPLAST Árið 1957 á verkstæði í New Jersey, unnu Marc Chavannes og Alfred Fielding að nýrri hugmynd er varðaði veggfóður úr ýmsum plastefnum. Tilraunir þeirra leiddu til hins svonefnda bóluplasts sem er allsráðandi í pökkun á vörum til flutnings og til skemmtunar fyrir fólk þegar bólurnar í plastinu eru kreistar og springa með lágum hvelli. Bóluplast er framleitt með því að líma saman tvö lög af plasti og sog- kraftur er notaður til að mynda loftbólur í annað plastlagið. Vinsældir bóluplasts eru miklar og sem dæmi selur bandaríska fyrirtækið Office Depot svo mikið af bóluplasti árlega að það nægir í tvo hringi utan um Jörðina. Sagt er að 80% jarðarbúa hafi á einhvern hátt komist í kynni við plastið. Vinsældirnar eru slíkar að til er „Bubble Wrap Appreciation Day“ í Bandaríkjunum sem gæti útlagst sem „Bóluplasts þakkargjörðardagur- inn“ en hann er haldinn hátíðlegur síðasta mánudag í janúar ár hvert. Umræður og verkefni • Hvað haldið þið að fólk hafi notað sem innpökkunarefni fyrir daga bóluplasts? • Er bóluplast nauðsynlegt í dag? Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir slíkt plast? • Athugið hvort bóluplast er til í skólanum, skoðið samsetninguna, áferðina og hvernig er að handleika það. Leitarorð: Bubble Wrap Appreciation Day 14 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=