Sjálfsagðir hlutir

12 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN PLAST Saga plastsins er mjög stutt ef miðað er við efni eins og málm og leir eða önnur efni sem fylgt hafa manninum frá ómunatíð. Sögu plastsins má rekja aftur til um 1830. Fyrstu tilraunir með plast snerust um gerð billjardkúlu. Framleiðandi billjardkúlna í Ameríku bauð verðlaun handa þeim sem gæti fundið nýtt efni í billjardkúlurnar í stað fílabeins. Vinningshafinn, Hyatt, bjó til kúlu úr sellulósanítrati mýktu með jurtaolíu. Hröð fram- för í vinnslu plastefnis átti sér stað eftir það. Plastnotkun er gríðarlega stór partur af nútímasamfélagi og hefur gert dag- legt líf okkar auðveldara og verið stór hluti tækniframfara á okkar tímum. Plast er efnablanda úr náttúrulegum efnum og eru efnablönd- urnar mjög mismunandi að eiginleikum. Margskonar auka- efnum er blandað í plastið sem ræður vinnslueiginleikum og notkunarmöguleikum. Sum þurfa að vera hörð með mikið höggþol, önnur mjúk með háan fjaðurstuðul eða sterk og vatnsheld og enn önnur þurfa að þola vel öldrun eða vera teygjanleg. Orðið plast er dregið af gríska orðinu plastikos – efni sem unnt er að laga eða móta. Plast kemur víða við sögu í hönnun og í öllum iðnaði. Til dæmis í framleiðslu skipsskrokka, í röra- og frauðplastgerð en einnig í flösku-, filmu- og pokagerð svo fátt eitt sé nefnt. Flest plastefni brotna lítið niður í náttúrunni, þau eyðast á mjög löngum tíma og menga umhverfi okkar. Plast í hafinu er mikið og alvarlegt vandamál. Mælst hafa örlitlar plastagnir í fiskum. Einnig hefur því verið haldið fram að ef ekkert breyt- ist geti það farið svo að eftir nokkur ár verði meira plast en fiskur í sjónum. Með tækninýjungum hafa fyrirtæki tekið við plasti til endur- vinnslu og getað umbreytt notuðu plasti í hráefni sem eftir endurnýtingarferli er hægt að nota í aðra plastafurð. Eitt dæmi um endurnýtingu á plasti er flísefni sem er unnið úr plasti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=