Sjálfsagðir hlutir

10 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN Umræður og verkefni • Lýsið stólunum. Hvernig form, áferð og liti sjáið þið? Hvernig eru þeir samansettir? • Hver er munurinn á þessum stólum? Hvað er líkt með þeim? Getur verið að þeir séu ætlaðir fyrir mismunandi umhverfi og notkun? Hvernig sést það á stólunum? • Báðir stólarnir eru eftir Pétur B. Lúthersson sem hefur hannað marga stóla. Stacco er til í mjög mörgum skólum, því að það er auðvelt að stafla honum upp og þannig nýta geymslupláss betur. Hann er léttur og auðveldur í meðförum. Hinn stóllinn, Orion , er hugmynd að stól, sem komst ekki í framleiðslu. Hann er búinn til úr áli og er hugsaður til þess að standa utandyra. Leitarorð: Pétur B. Lúthersson stólar STÓLAR PÉTURS B. LÚTHERSSONAR Skoðið stólana tvo vel Stóllinn Orion eftir Pétur B. Lúthersson, 1999

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=