Sjálfsagðir hlutir

9 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN GORMURINN Leikfangið gormur varð til fyrir algjöra tilviljun. Richard James sem var bandarískur vélaverkfræðingur, vann að tilraunum með snúningsgorma í skipasmíðastöðinni þar sem hann starfaði. Einn af gormunum féll niður af hillu og ofan á borð. Í stað þess að stöðvast þar hvolfdist hann um sjálfan sig og alla leið niður á gólf. Richard leist svo vel á þessa virkni að hann tók gorminn með heim og sýndi Betty konunni sinni hann. Þau ímynduðu sér að hann gæti orðið skemmtilegt leiktæki. Richard tók sér tvö ár í að þróa gorminn áfram. Hann vandaði sig við að finna rétta stærð á hringjum og rétta tegund af stálvír sem gat skoppað á hárréttan hátt. Árið 1945 framleiddu hjónin 400 gorma og sýndu á leikfangasýningu í Bandaríkjunum, það tók þau aðeins 90 mínútur að selja alla gormana. Síðan þá hefur gormurinn verið klassískt leikfang, sem flestir hafa einhvern tíma prófað og skemmt sér yfir. Hver gormur er 80 vafningar og í hann er notaður 1.859 cm af sléttum stálvír. Umræður og verkefni • Enskt heiti gormsins er Slinky og hægt er að finna ýmislegt tengt honum á netinu. • Ef gormur er til í skólanum er hægt að gera tilraunir með hann. Getur hann farið niður hvaða tröppur sem er? Hversu djúp þarf trappan að vera til þess að gormurinn fari niður hana auðveldlega? Leitarorð: slinky | Richard James slinky | Slinky on a Treadmill

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=