Sjálfsagðir hlutir

8 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN ÖRYGGISNÆLA Walter Hunt vélvirki frá New York, átti árið 1849 í skuldavandræðum. Hann var uppfinningamaður og hafði m.a. fundið upp fyrstu gerð nútíma sauma- vélar en ekki sótt um einkaleyfi. Walter vildi ekki verða valdur að því að þúsundir saumakvenna misstu vinnuna. Dag einn sat hann og handlék vír á meðan hann velti fyrir sér hvernig hann ætti að borga 15 dala skuld. Eftir að hafa setið með vírinn í um þrjá tíma sá hann fyrir sér verkfæri, sem hefur nýst mörgum síðan þá. Hann sá fyrir sér að ef annar endi vírsins væri oddhvass og hinn endinn beygður í eins konar sylgju þá væri komið fram afar nytsamt tæki, öryggisnæla. Hunt fékk einkaleyfi á þessa hönnun 10. apríl 1849, síðar seldi hann einkaleyfið fyrir 400 dali þannig að hann ætti fyrir skuldum. Umræður og verkefni • Öryggisnælan leysir vanda fólks á einfaldan hátt, dettur ykkur í hug aðrir hlutir sem eru notaðir dags daglega sem gera það sama? Hvaða hlutir eru það? • Walter Hunt ákvað að hann vildi ekki selja saumavélina af ástæðum sem væri hægt segja að séu siðferðilegar. Hann vildi ekki bera ábyrgð á því að fólk missti vinnuna vegna þess sem mætti kalla vélvæðingu. Nokkrum árum seinna skall iðnbyltingin á af fullum þunga og vélar tóku yfir störf fólks í miklum mæli. Í dag er talað um fjórðu iðnbyltinguna þar sem vélvæðing mun verða enn meiri. Hvað finnst ykkur um þessa þróun? Er alltaf réttlætanlegt að láta vél sjá um verkefni af því það er hægt eða þarf að huga að öðrum þáttum? Ef já, hvaða þáttum? • Það er ekki öll hönnun til góðs. Er alltaf réttlætanlegt að framleiða vöru? Hvað með hönnun á vopnum? Hönnuðir koma að þróun vopna og gera þau sífellt aðgengilegri og auðveldari í notkun. Hvað með ódýran fatnað sem fæst í stórum verslanakeðjum? Ein af ástæðunum fyrir því að fötin kosta lítið er að þau eru framleidd á svæðum þar sem laun eru afar lág og mikil vinnuþrælkun er í tengslum við framleiðsluna. • Setjið ykkur í spor framleiðanda á vöru. Hvaða þætti viljið þið tryggja að séu til staðar áður en framleiðsla hefst? Svo sem öryggi starfsfólks, lögbundinn hvíldartími, gæði vöru, endurnýting vöru, eftirspurn vöru, framleiðslukostnaður í lágmarki … Hægt er að nota dæmin hér að framan sem stökkpall inn í umræðu um siðferði tengt hönnun og neyslu. Leitarorð: Walter Hunt | The Invention of the Safety Pin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=