Sjálfbærni - verkefnabanki

98 Verkfæri + Bingóspjald og skriffæri. Afurð Útfyllt bingóspjald og umræður. Viðmið um árangur + Ég get þekkt dæmi um mannréttindi. + Ég get deilt þekkingu minni á mannréttindum. Hópastærð Einstaklings og paraverkefni Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi 1-2 kennslustundir Undirbúningur Áður en leikurinn hefst þarf kennari að ljósrita bingóspjöld fyrir nemendur. Einnig er mikilvægt að kennari byrji á að rifja upp með nemendum það sem þau hafa lært um mannréttindayfirlýsingu SÞ og barnasáttmálann. 1. Bingó Kennari afhendir nemendum hverju um sig eitt útprentað bingóspjald. Í leiknum eiga þau að ganga um stofuna (eða skólann) og finna annan meðspilara til að spyrja einnar spurningar á blaðinu. Í viðeigandi reit skrifa nemendur nafn þess sem gat svarað og svarið við spurningunni. Nemendur finna sér svo annan meðspilara til að spyrja og svo koll af kolli. Þannig þurfa nemendur að fá nýjan einstakling til að svara hverri spurningu. Fyrstur til að fá svar í hvern reit kallar „BINGÓ” og er sigurvegari. 2. Umræður Þegar flestir hafa náð að fylla út sitt bingóspjald hefjast umræður og farið er yfir reitina. Nemendur gera grein fyrir svörum sínum og kennari skráir þau á töflu eða skjá. Kennari getur spurt nemendur hvaða spurningum þeim fannst erfitt að svara eða auðvelt. Voru einhver svör sem nemendur voru ósammála um að væru mannréttindabrot?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=