Sjálfbærni - verkefnabanki

96 Þú ert blaðamaður. Þú skrifaðir umfjöllun í fjölmiðilinn sem þú vinnur hjá sem gerði mjög valdamikinn einstakling reiðan. Nokkrum dögum eftir að umfjöllunin birtist réðust einstaklingar inn á heimili þitt og rændu þér. Þú varst lamin/n og sett/ur í einangrun. Þér hefur verið haldið í marga mánuði og enginn veit hvar þú ert. Þú ert starfsmaður í verksmiðju. Nýlega innleiddi fyrirtækið reglur sem lengja vinnutíma starfsmanna og stytta matarhlé. Þú hefur vakið athygli á því að launin sem fyrirtækið greiðir dugi ekki til kaupa helstu nauðsynjar. Nokkrum sinnum hefur eldur komið upp í verksmiðjunni og starfsmenn dáið en fyrirtækið hefur ekki enn gert úrbætur. Þú ert mótmælandi. Þú hefur staðið fyrir mótmælum gegn nýjum lögum í landinu sem banna stúlkum að ganga í skóla og hjónabönd samkynhneigðra. Yfirvöld í landinu hafa bannað öll mótmæli og segja að lögin séu til að virða trúarbrögð meirihlutans í landinu sem segja að stúlkur skuli ekki menntast. Í kjölfarið hefur þér verið bannað að ferðast frá landinu. Þú ert fyrrverandi starfsmaður í varnarmálaráðuneyti. Ástæðan fyrir því að þú hættir er sú að þú komst að því að ráðuneytið beitti pyntingum og njósnum um almenning. Þú sagðir blaðamanni frá og núna á að handtaka þig fyrir landráð. Þú hefur flúið land vegna þess að þú átt yfir höfði þér dauðadóm en landið sem þú flúðir til vill senda þig til baka. Þú ert íbúi í fátæku hverfi. Vatnið sem rennur til íbúa er mengað eftir að fataverksmiðja hóf að losa úrgang út í umhverfið og eitraðan reyk liggur yfir hverfið. Þú finnur fyrir miklum veikindum í þessum aðstæðum en heilbrigðisþjónusta er hvergi nálægt. Vegna fátæktar þinnar neyðist þú til að sleppa skóla til afla tekna fyrir fjölskylduna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=