95 Viðmið um árangur Tilbrigði Undirbúningur + Ég get rýnt í dæmisögur um mannréttindabrot og útskýrt þau með tilliti til mannréttindasáttmálans. + Ég sýni skilning minn á dæmisögunum, brotunum og sáttmálanum með skapandi hætti í einu valverkefni. + Ég get unnið með öðrum í hóp og bent á mitt framlag til verkefnisins. + Takið lengri tíma í verkefnið og látið alla hópana vinna með a.m.k. 3 sögur og allar leiðirnar í valverkefnunum. + Semjið ykkar eigin klípusögur þar sem mannréttindi eru brotin og tengið við mannréttindayfirlýsinguna. 1. Kennari afhendir hverjum hópi eitt eintak af mannréttindasáttmálanum (útprentað eða rafrænt) eða dreifir til þeirra rafrænt. 2. Kennari prentar út dæmisögurnar á næstu síðu og afhendir hverjum hópi eina dæmisögu. Það er í lagi að fleiri en einn hópur vinni með hverja sögu. Hópastærð Hópverkefni. Nemendur vinna 2-3 saman. Námsgreinar íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 2-4 kennslustundir Í verkefninu „Örsaga um óréttlæti“ er hlekkur á einfaldaða útgáfu af mannréttindayfirlýsingunni sem þarf að setja upp og hægt væri að notast við í þessu verkefni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=