Sjálfbærni - verkefnabanki

94 Afurð Hver hópur skilar: 1. Stuttri ritun með endursögn á klípusögunni og tengingu við mannréttindasáttmálann. 2. Einu valverkefni. Verkfæri + Útprentaðar dæmisögur og mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. + Blöð, skriffæri, litir, skæri. + Tölva eða snjalltæki með neti. Tengið við mannréttindayfirlýsingu SÞ. Endursögn og útskýring á hvaða mannréttindi hafa verið brotin í klípusögunni. + Skrifið 1-2 málsgreinar þar sem þið segið frá því með eigin orðum hvað gerist í klípusögunni. + Skrifið stutta útskýringu þar sem þið útskýrið hvaða mannréttindi hafa verið brotin og vísið í þær greinar mannréttinda- yfirlýsingarinnar sem eiga við. + Textinn á að vera samfelldur og ekki meira en 80-100 orð. „Nú segjum við stopp!“ Þið hafið verið beðin um að skrifa opið bréf fyrir hönd Mannréttindavaktarinnar í fjöl- miðla þar sem þið vekið athygli á óréttlætinu. Mynd segir meira en 1000 orð. Veljið eina klípusögu sem þið viljið setja fram sem teiknimyndasögu. Í Kastljósi kvöldsins. Ímyndið ykkur að þið séuð blaðamenn og takið viðtal við manneskjuna. Semjið handrit að viðtali við hana í klípusögunni og takið svo upp myndband þar sem þið leikið viðtalið. 1. Allir hópar gera 2. Hver hópur velur eitt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=