Sjálfbærni - verkefnabanki

93 Markmið KLÍPUSÖGUR UM MANNRÉTTINDI + Að nemendur komi auga á mannréttindabrot sem þau lesa í klípusögum. Verkefnalýsing Í þessu verkefni vinnum við með klípusögur sem segja frá ýmsum mannréttindabrotum. Víðs vegar um heiminn er enn í dag brotið á grundvallarréttindum fólks sem kallast mannréttindi. Í mörgum tilfellum eru mannréttindi brotin á þeim sem óhlýðnast ríkjandi (og óréttlátum) reglum, gagnrýna stjórnvöld eða krefjast réttlætis og umbóta. Þið vinnið verkefnin saman í 2-3 manna hópum. Kennarinn afhendir ykkur eina klípusögu sem þið lesið saman og vinnið svo í sameiningu verkefni 1 og 2 hér fyrir neðan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=