Sjálfbærni - verkefnabanki

91 Hafðu í huga Viðmið um árangur + Leggið ykkur fram um að nota tungumálið og orðin ykkar til að sýna fólk, staði, tilfinningar, upplifanir og framvindu frekar en að segja frá. + Þið getið haft söguna ykkar í 1. eða 3. persónu, nútíð eða þátið; í samtímanum, fortíðinni eða framtíðinni; á Íslandi, í útlöndum, í óræðum eða ímynduðum heimi. Ykkar er valið, en veltið þessu fyrir ykkur og takið afstöðu. + Hafið í huga það sem þið hafið lært um staðalímyndir og forðist að nota þær í skrifum ykkar. + Verkefnið mitt segir frá manneskju sem upplifir brot á mannréttindum sínum. + Í verkefninu kemur fram hvaða grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna brotin sem fjallað er um tilheyra. Verkfæri + Tölva, snjalltæki eða pappír og skriffæri. Afurð Örsaga Verkefnalýsing Í þessu verkefni dregur þú eina grein úr mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. a. Skil ég greinina? Kynntu þér greinina, aflaðu þér frekari upplýsinga um hana og um hvað hún fjallar. Það er mikilvægt að þú skiljir greinina og hvað hún þýðir. Ef þú ert óviss, óskaðu eftir aðstoð kennara. b. Fáðu innblástur! Gáðu hvort þú getir fundið fréttir eða upplýsingar um tilvik þar sem réttindin sem greinin þín fjallar um hafa verið brotin gagnvart einstaklingum eða hópum. c. Skrifaðu sögu. Í sögunni setur þú þig í spor einstaklings sem upplifir brot á þeim réttindum sem greinin sem þú dróst á að tryggja honum. Segðu frá umhverfinu sem einstaklingurinn býr í og þeim aðstæðum sem verða til þess að hann er sviptur réttindum sínum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=