9 Markmið ÓLÍK MEÐ MARGT SAMEIGINLEGT! + Að nemendur beri saman það sem einkennir þau sjálf og aðra með Venn mynd. + Að nemendur velti fyrir sér fjölbreytileikanum og tjái skoðun sína á margbreytileika. Verkefnalýsing Í þessu verkefni vinnið þið tvö saman og búið til Venn mynd eins og á myndinni til hægri. Skrifið lista með a.m.k. 20 atriðum sem gera ykkur að ykkur. Berið svo saman listana með félögum ykkar. Teiknið tvo hringi á blað eins og þið sjáið á myndinni. Í miðjuna, þar sem hringirnir skarast, skrifið þið eins mörg atriði og þið getið sem þið eigið sameiginleg. Þar sem hringirnir skarast ekki skrifið þið þau atriði sem þið eigið ekki sameiginleg og gera ykkur ólík.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=