Sjálfbærni - verkefnabanki

88 Hafðu í huga Á vefnum www.barnasattmali.is finnið þið barnasáttmálann í heild sinni og ýmsar útskýringar við hvert ákvæði sáttmálans. Þegar allir hafa lokið sínum verkefnum má gera þau sýnileg með því að hengja þau upp á göngum skólans eða gera vegg í skólastofunni með öllum ákvæðum barnasáttmálans. Undirbúningur Gott er að kennari byrji verkefnið á að leiða nemendur í gegnum barnasáttmálann og vefsíðuna www.barnasattmali.is. Einnig má benda á þennan vef þar sem nokkur hugtök sem fram koma í sáttmálanum eru útskýrð. Afurð Hugtakakort (rafræn eða á pappír). Verkfæri + Tölva eða snjalltæki, karton, skriffæri, litir, skæri, lím o.fl. Viðmið um árangur + Ég þekki innihald Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skil tilgang hans. + Ég get aflað mér upplýsinga um barnasáttmálann á netinu. + Ég get í samvinnu með öðrum útskýrt fjögur til sex ákvæði barnasáttmálans með orðum, dæmum og mynd. Hópastærð Paraverkefni Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 2-4 kennslustundir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=