Sjálfbærni - verkefnabanki

87 Markmið HUGTAKAVERKEFNI UM BARNASÁTTMÁLANN + Að nemendur öðlist dýpri skilning á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Verkefnalýsing Í þessu verkefni vinnið þið í pörum að því að búa til hugtakakort um ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Kennarinn útdeilir til ykkar fjórum til sex ákvæðum úr sáttmálanum sem þið vinnið svo með. Hvert ákvæði á að útskýra á eftirfarandi hátt: 1. Útskýrið ákvæðið með ykkar eigin orðum. 2. Takið dæmi þar sem hugtakið kemur fyrir. 3. Takið dæmi um hvernig ákvæðinu er ekki framfylgt. 4. Lýsið ákvæðinu með teikningu eða ljósmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=