Sjálfbærni - verkefnabanki

82 Undirbúningur Kennari prentar út blöð með eftirfarandi staðhæfingum. Athugið að sumar staðhæfingarnar er hægt að rökstyðja á báða vegu og eru þær þannig hugsaðar til að kveikja umræðu í hópnum. Sjálfsagt er að velja úr það sem hentar best eða bæta við ef fleiri hugmyndir fæðast. Verkfæri + Post-It miðar í tveimur ólíkum litum, skriffæri. Viðmið um árangur + Ég skil muninn á mannréttindum og forréttindum. + Ég get fært rök fyrir því hvers vegna sum lífsgæði eru mannréttindi og önnur forréttindi. Hópastærð Bekkjarverkefni Námsgreinar Samfélagsgreinar Tímarammi 1-2 kennslustundir Öll börn eiga rétt á að nota tölvu í skólanum. Öll börn eiga rétt á að nota samfélagsmiðla. Öll börn eiga rétt á að hitta sálfræðing þegar þeim líður illa. Öll börn eiga rétt á því að fá læknisaðstoð ef þau eru veik eða slösuð. Öll börn eiga rétt á að fá mat þegar þau eru svöng. Öll börn eiga rétt á því að borða það sem þau vilja. Öll börn eiga rétt á að geta farið í bað eða sturtu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=