Sjálfbærni - verkefnabanki

81 Markmið MANNRÉTTINDI EÐA FORRÉTTINDI? + Að nemendur skynji muninn á forréttindum og mannréttindum. Verkefnalýsing Í þessu verkefni færð þú Post-It miða í tveimur litum. Annar liturinn stendur fyrir mannréttindi og hinn fyrir forréttindi. Kennarinn þinn setur upp blöð víðs vegar um stofuna sem á stendur staðhæfing, athöfn eða réttindi. Þú ferð um stofuna með miðana þína og átt að setja miða í viðeigandi lit á viðeigandi blað og skrifa á hann rök fyrir því hvernig þú komst að þessari niðurstöðu. Hafðu í huga Sum lífsgæði sem þú býrð við eru langt frá því að vera sjálfsögð fyrir jafnaldra þína í öðrum löndum. Reyndu að setja þig í spor einhvers sem þú þekkir ekki eða býr við allt aðrar aðstæður en þú þegar þú leggur mat á staðhæfingarnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=