Sjálfbærni - verkefnabanki

8 Moli Í Voyager II geimfarinu er gullplata sem ætlað er að miðla upplýsingum um mannkynið og menningu okkar jarðarbúa til ókunns vitsmunalífs einhvers staðar í alheiminum. Geimfarið komst loks út úr sólkerfi okkar árið 2018 eftir 41 ár á ferð um geiminn. Hvort og hvenær geimfarið og gullplatan mun enda í fórum vitsmunavera er alls óvíst en nokkuð ljóst að ef það gerist verður það ekki fyrr en eftir tugi eða hundruð ára. Verkfæri + Tölva eða snjalltæki með aðgangi að interneti. + Ýmis verkfæri, tæki og tól. Afurð Nemendur hafa val um leið til að útbúa tímahylki sitt. Eina skilyrðið er að miðillinn bjóði upp á myndræna framsetningu. Einfalt væri að útbúa glærukynningu eða veggspjald en aðrir gætu viljað gera myndband, bók, ljósmyndasýningu, myndasögu eða eitthvað allt annað. Viðmið um árangur Tímarammi 4-6 kennslustundir Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Hópastærð Einstaklingsverkefni + Í verkefninu koma fram að minnsta kosti 15 atriði sem lýsa lífi og menningu samfélagsins sem þú tilheyrir. + Ég get með myndum og orðum gert grein fyrir hvernig menning endurspeglast í flestu sem er í kringum okkur (t.d. orðum, athöfnum, samskiptum, venjum, trú, mat, hugsun og hugmyndum, tjáningu og klæðaburði). + Ég skil að ég sem einstaklingur er hluti af menningu sem birtist í því sem við sjáum (t.d. í mat, klæðaburði, útliti, tungumáli og trú) og því sem við sjáum ekki (t.d. í viðhorfum, gildismati, hefðum, innri eiginleikum).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=