Sjálfbærni - verkefnabanki

79 Hafðu í huga Hver? Veldu þér aðgerðasinna sem vekur áhuga þinn! + Veltu fyrir þér hvers vegna þessi einstaklingur vekur áhuga þinn. Er málefnið sem viðkomandi berst eða barðist fyrir eitthvað sem snertir þig? Hvers vegna finnst þér þetta málefni skipta máli? Er þetta óréttlæti enn viðvarandi í heiminum? Hvað? Fyrir hverju berst/barðist aðgerðasinninn? + Náttúru- og umhverfisvernd? Réttindum kvenna? Réttindum þeldökkra? Réttindum hinsegin fólks? Réttindum fatlaðra? Velferð dýra? Skoðana- og tjáningarfrelsi? Gegn stríðsrekstri? Fyrir trú- frelsi? Mismunun á grundvelli trúarbragða? Sjálfstæði eða fullveldi þjóðar sinnar? Hvers vegna? Hver var kveikjan að því að einstaklingurinn berst/barðist fyrir þessu málefni? + Hefur einstaklingurinn þolað eða upplifað sjálft/sjálf/sjálfur óréttlæti á þessu sviði? Eru hömlur á tjáningarfrelsi í landinu þar sem þessi einstaklingur býr? Dæmi um aðgerðasinna: Leitarorð sem hægt er að nota: + Gandhi + Martin Luther King + Nelson Mandela + Greta Thunberg + Malala Yousafzai + Simone de Beauvoir + Yoko Ono + Michael Moore + Naomi Klein + Emma Watson + Haukur Hilmarsson + Freyja Haraldsdóttir + (ensku) activist – aðgerðasinni (íslenska) + Environmental activists + Feminist activists + Animal rights activists + LGBTQ activists

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=