Sjálfbærni - verkefnabanki

78 Markmið KYNNTU ÞÉR AÐGERÐASINNANN + Að kynna sér og kynna fyrir öðrum einn aðgerðasinna. Verkefnalýsing Aðgerðasinnar eru einstaklingar sem vekja athygli á óréttlæti sem á sér stað í sínu umhverfi og vilja ná fram breytingum til þess að auka réttlæti í heiminum. Í þessu verkefni kynnir þú þér einn aðgerðasinna (núlifandi eða látinn) og aflar upplýsinga um þann einstakling og málstað aðgerðasinnans. Upplýsingarnar sem þú safnar um einstaklinginn setur þú fram þannig að þú getir kynnt fyrir öðrum svo aðrir fái líka að kynnast þessum aðgerðasinna. Ásamt því að taka fram grunnupplýsingar um einstaklinginn (svo sem nafn, aldur, uppruna eða heimaland og málefnið sem barist er/var fyrir) er mikilvægt að skoða vel atriðin í Hafðu í huga. Í byrjun leitar þú á netinu að aðgerðasinnum og velur þann sem þú vilt kynna þér nánar og kynna fyrir öðrum. Ef þig vantar hugmyndir að aðgerðasinnum eða leitarorðum getur þú notað listana hér fyrir neðan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=