Sjálfbærni - verkefnabanki

75 Hver gerir hvað? Tilvik Afleiðingar Viðbrögð Rappari semur lag þar sem hann líkir konungi landsins við sníkjudýr og heimskan mafíuforingja. Á Twitter líkir hann lögreglunni við nasista sem almenningur þurfi að berjast við. Virtur blaðamaður skrifar umfjöllun um tengsl valda- mikils viðskiptamanns við einn hæstaréttardómara landsins ásamt gagnrýni á ríkisstjórnina. Stjórnmálamaður segir hörundsdökkum konum að „fara aftur heim til sín“, að hlýnun jarðar sé ekki til, kallar andstæðing sinn barnaníðing og ver byssueign almennings. Fjölmiðill birtir innsendann pistil þar sem höfundur afneitar tilvist transfólks. Einstaklingur mótmælir opinberlega innflytjendum og kveikir í Kóraninum. Rapparinn er handtekinn fyrir að móðga og vanvirða konungsfjölskylduna í einu lagi og hvetja til hryðjuverka á Twitter. Blaðamaðurinn fær hótanir, er handtekinn og dæmdur í fangelsi fyrir að dreifa falsfréttum og ærumeiðingum. Stjórnmálamaðurinn er tímabundið bannaður á samfélagsmiðlum. Engar afleiðingar fyrir pistla- höfund eða fjölmiðilinn. Mótmælandinn fær lögregluvernd. Almenningur hópast út á götu til að mótmæla handtöku rapp- arans. Mótmælin byrja frið- samlega en hluti mótmælenda kveikir í ruslafötum, grýtir lögreglu og fremjur skemmdar- verk á byggingum. Mannréttindasamtökin Amnesty, Mannréttindavaktin og Blaðamenn án landamæra fordæma handtökuna. Hópur fólks telur stjórnmála- manninn kynda undir hatur og ofbeldi. Annar hópur hrósar honum. Pistillinn vekur upp miklar umræður. Höfundur og pistill fá gagnrýni frá Trans samtökum. Atvikinu mótmælt. Sýrlend- ingur sem grýtti mótmæland- ann fær fangelsisrefsingu og er sendur úr landi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=