Sjálfbærni - verkefnabanki

72 1. Það er mikilvægara að hafa mat og húsaskjól heldur en frelsi til að tjá sig. 2. Það er ekki réttur fólks að vinna heldur skylda. 3. Helsta skylda stjórnvalda er að tryggja að allir íbúar hafi aðgang að vatni og mat. 4. Rétturinn til hvíldar og frítíma er munaður sem aðeins hinir ríku ættu að hafa efni á. 5. Stjórnvöld bera ekki ábyrgð á því að koma í veg fyrir að fólk svelti heldur fólkið sjálft. 6. Það hvernig við komum fram við íbúa landsins kemur ekki öðrum þjóðum við. 7. Sumir ættu að hafa meiri réttindi en aðrir. 8. Það fæðist enginn með réttindi. 9. Það má taka af lífi manneskjur sem hafa framið sérstaklega slæma glæpi. 10. Einstaklingur sem stelur tölvugögnum til að afhjúpa spillingu á að fara í fangelsi. 11. Það er skylda lögreglu að handtaka mótmælendur sem hún telur ógna öryggi og friði. 12. Fólk má alltaf segja það sem það vill af því að við höfum tjáningarfrelsi. 13. Yfirvöld mega fylgjast með öllum samskiptum borgaranna. 14. Yfirvöld mega fylgjast með öllum samskiptum borgaranna ef það er til að tryggja öryggi þeirra. 15. Það er í lagi að svipta fólk mannréttindum, eins og morðingja, hryðjuverkamenn og barnaníðinga. 16. Það er réttur þjóðar að banna ákveðin tungumál og trúarbrögð ef hún telur það ógna öryggi sínu. 17. Önnur lönd eiga ekki að skipta sér af því að hjónabönd samkynhneigðra séu bönnuð í ákveðnu landi. 18. Fjölmiðlar og blaðamenn mega ekki undir neinum kringumstæðum birta leynilegar upplýsingar. Fullyrðingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=