Sjálfbærni - verkefnabanki

71 Verkefnalýsing Í þessu verkefni taka nemendur afstöðu til álitamála sem kennarinn les upphátt fyrir bekkinn. Í kennslu- rýminu eru fjórir staðir merktir „mjög sammála“, „sammála“, „ósammála“ og „mjög ósammála“. Við hverja fullyrðingu sem kennarinn les upphátt færa nemendur sig á þann stað sem samsvarar þeirra afstöðu. Þegar allir hafa raðað sér á sinn stað biður kennari nemendur um að færa rök fyrir sinni afstöðu. Nemendur mega skipta um stað hvenær sem er í umræðunum. Eftir smástund les kennarinn upphátt næstu fullyrðingu og ferlið endurtekur sig. Hópastærð 3-300 Námsgreinar Íslenska (tjáning), samfélagsgreinar. Tímarammi 30-60 mínútur Hafðu í huga + Þegar álitamál eru til umræðu er mikilvægt að ræða með nemendum hvernig skoðanir og viðhorf mótast af gildum okkar. Fyrir hvað viljum við standa og hvernig stýra gildi skoðunum okkar og ákvörðunum? + Ekki er minna mikilvægt að brýna fyrir nemendum að hlusta á sjónarhorn annarra án þess að fella dóma. Þannig er mjög mikilvægt að sýna skoðunum og sjónarhornum annarra virðingu með því að hlusta, grípa ekki fram í, vanda sig í svörum og rífa ekki skoðanir annarra niður. Verkfæri + Fjögur blöð sem á stendur „mjög sammála“, „sammála“, „ósammála“ og „mjög ósammála“. Afurð Verkefnið grundvallast á því að nemendur taki þátt og færi rök fyrir sinni skoðun. Undirbúningur Kennari þarf að útbúa og/eða prenta út og hengja upp fjögur fyrrnefnd blöð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=