7 Hafðu í huga Þar sem við munum ekki vita með vissu hver muni finna tímahylkið í framtíðinni þarft þú að lýsa nútímanum með fjölbreyttu efni. Til dæmis hlutum úr þínu umhverfi eða af netinu, s.s ljósmyndum, fréttaklippum, skjáskotum eða myndböndum með stuttri útskýringu. Þú hefur frjálsar hendur hvernig þú kemur efninu þínu frá þér en tímahylkið þarf að innihalda upp- lýsingar um eftirfarandi: 1. Landið þitt/löndin þín 2. Fólkið sem býr í landinu/löndunum. 3. Tungumálin sem eru töluð í landinu/löndunum. 4. Vinsælir þættir og kvikmyndir. 5. Vinsæl tónlist. 6. Algengur eða dæmigerður matur og drykkur í þínu landi/löndum. 7. Algeng áhugamál. 8. Mikilvægir hlutir sem fólk notast við dagsdaglega. 9. Tíska og klæðnaður fólks. 10. Húmor eða algengt grín. 11. Helstu áskoranir samfélagsins. 12. Dæmigerð fréttamál. 13. Mikilvægar hefðir, venjur og siðir. 14. Eitthvað sem allir muna eftir. 15. Það sem skiptir okkur mestu máli. 16. Hlutir sem ungt fólk gerir í dag. 17. Merkir atburðir á árinu eða síðustu árum. 18. Annað sem þér dettur í hug? + Það getur verið flókið að skilja sjálfan sig sem einstakling og menningu sína en það er mikilvægt að æfa sig í að skoða og greina sinn veruleika utan frá. Reyndu þess vegna að velja og finna efni sem er einkennandi fyrir þinn nútíma án þess þó að láta verkefnið fjalla um þig sem einstakling. + Tímahylki eru einskonar sögukistur sem geyma upplýsingar um samfélög, líf og lifnaðarhætti fólks á ákveðnum tíma. Það má segja að tilgangurinn með tímahylkjum sé að tala við fornleifafræðinga, sagnfræðinga og mann- fræðinga framtíðarinnar og segja þeim frá fortíðinni. Prófaðu að slá upp orðinu tímahylki eða „tima capsule“ í leitarvél og sjáðu hvað kemur í ljós.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=