68 Undirbúningur Frá því að við fæðumst eru okkur send skilaboð um það hvernig við eigum að líta út og hegða okkur. Ýmis atriði sem við álítum sjálfsögð eru þó í raun hluti af því hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar t.d. um kyn og kynhlutverk. Á síðustu árum hafa alls kyns veggir og múrar verið brotnir þegar kemur að þessum atriðum en flestum þykir þó óþægilegt að fara út fyrir sitt kyngervi. Kennari þarf að leiða nemendur í gegnum umræður um kynjakerfið og hvernig þær ósýnilegu reglur sem þar ríkja hafa áhrif á kyngervi okkar, hegðun, áhugamál, hvernig við veljum að líta út og hverju og hverjum við hrífumst af. Þannig setur kynjakerfið okkur í ákveðin box – í raun alveg frá fæðingu. Það sem tengist körlum eða karlmennsku er gjarnan álitið jákvætt og nýtur virðingar meðan það sem er talið kvenlegt eða hluti af kvenleika er oft álitið veikara og minna virði. Manneskjur sem brjótast gegn þessum reglum fá mjög gjarnan fordómafull, neikvæð eða hatursfull viðbrögð. Gott er að leiða nemendur í gegnum spurningarnar í Ögraðu útlitinu! og Ögraðu atferlinu! og aðstoða hópinn við að fá hugmyndir um hvernig þau geta ögrað hinum hefðbundnu kynhlutverkum. Það getur líka verið gott að nota eftirfarandi dæmi sem kveikjur fyrir nemendur um leiðir til að ögra kynjakerfinu: + Drengir í Frakklandi gera tilraun til að ögra ríkjandi viðmiðum um klæðaburð með því að ganga í pilsum í skólann: + Þorsteinn Einarsson deilir reynslu sinni af því að ganga með naglalakk í eina viku. Viðmið um árangur + Ég þekki kynjakerfið og þær óskráðu reglur sem það setur um hegðun og útlit. + Ég framkvæmdi tilraun sem miðaði að því að ögra reglum kynjakerfisins. + Ég segi frá minni tilraun, upplifun minni af tilrauninni og lærdómi. Hópastærð Einstaklingsverkefni eða hópverkefni Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi Ein vika. 3 til 5 kennslustundir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=