66 Hafðu í huga Í verkefninu eru nemendur hvattir til að fara út af þægindasvæðinu sínu. Það er mikilvægt að nemendur fari ekki út á örvæntingarsvæðið sitt þótt þau séu að prófa sig áfram með að sýna hegðun og atferli sem ekki telst hefðbundið eða þau eru óvön. Við lok vikunnar segir þú kennara þínum og samnemendum frá þinni tilraun, reynslunni og viðbrögðum annarra (jákvæðum og neikvæðum) og ræðir við bekkjarfélaga um tilraunir þeirra. Ögraðu útlitinu! Ögraðu atferlinu! Klæðaburður Hvað eru hefðbundin strákaföt og stelpuföt? Eru einhverjar flíkur sem annað kynið notar frekar en hitt og eitthvað sem þykir skrýtið ef hitt kynið notar? Eru einhver efni eða litir sem annað kynið notar meira en hitt? Hárgreiðsla Hvernig er hefðbundin stráka- og stelpuhárgreiðsla? Er eitthvað sem strákar gera við hárið á sér sem stelpur gera alls ekki eða eitthvað sem stelpur gera sem strákar gera ekki? Önnur útlitseinkenni Er annað kynið líklegra en hitt til að nota andlits- farða, skartgripi eða naglalakk? Er annað kynið líklegra en hitt til að nota krem eða setja efni í hárið á sér? Hegðun Hvernig reiknum við með að stelpur hegði sér? Hvað gera strákar sem stelpur gera ekki? Hefur það eitthvað með kyn að gera hver er með læti í skólastofunni? Hver segir hluti án þess að hugsa? Hver er rólegur og fer eftir fyrirmælum? Hver sýnir dónaskap? Samskipti Hvort eru stelpur eða strákar líklegri til að hrósa og sýna alúð? Er annað kynið líklegra en hitt til að gera grín að fólki eða gera lítið úr vinum sínum? Hver hvíslar fyrir framan aðra? Frístundir Eru strákar ólíklegir til að æfa einhverjar ákveðnar íþróttir? Hver er líklegastur til að æfa ballett og hver MMA? Hver leikur byssuleiki og hver dansleiki?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=