Sjálfbærni - verkefnabanki

65 Markmið + Að nemendur ögri kynjakerfinu og óskráðum viðmiðum um karlmennsku, kvenleika og kyngervi. Verkefnalýsing Í þessu verkefni framkvæmir þú litla félagslega tilraun þar sem þú ögrar hefðbundnum viðmiðum um kvenleika og karlmennsku. Í eina viku prófar þú að ögra kynjakerfinu með einum eða öðrum hætti, í útliti og hegðun. Hér að neðan koma ýmsar hugmyndir um þær leiðir sem þú notar til að prófa að fara út fyrir þægindasvæðið þitt. Sumir nemendur eru nú þegar búnir að stíga mörg skref í átt að eigin kyngervi og jafnvel kynvitund en öll getum við fundið leiðir til að ögra hegðun okkar og atferli. ÖGRAÐU KYNJAKERFINU

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=