Sjálfbærni - verkefnabanki

6 Markmið MÁ OPNA EFTIR 100 ÁR! MENNINGARTÍMAHYLKI + Að nemendur glími við hugtakið menning. + Að nemendur geri sér grein fyrir að menning er margslungið hugtak sem birtist í flestum athöfnum mannsins. + Að nemendur búi til tímahylki með myndum og rafrænu efni. Verkefnalýsing Þú hefur fengið það verkefni að búa til tímahylki sem verður ekki opnað fyrr en eftir 100 ár. Í tímahylkinu geymir þú upplýsingar sem endurspegla líf þitt og menningu, land þitt og þjóð, tungumálin, trúarbrögðin, matinn, tónlistina og allt það sem þér dettur í hug sem getur varpað ljósi á þig, landið þitt og þann menningarheim þar sem þú ert stödd/staddur í nútímanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=