Sjálfbærni - verkefnabanki

59 Hafðu í huga Þetta eru nokkrar af spurningunum sem Logn fékk frá krökkunum í bekknum: Hvernig mynduð þið svara þessum spurningum? Eru fleiri spurningar sem vakna um aðstæður Logns? Getið þið ímyndað ykkur fleiri aðstæður þar sem kynjatvíhyggjan birtist og kynsegin fólk verður fyrir öráreiti? Til kennara: Spurningarnar til nemenda hér fyrir ofan geta reynst mörgum snúnar og við þeim er ekki alltaf eða allstaðar einfalt svar. Þær eiga þó að beina athygli nemenda að hindrunum og öráreiti sem fólk sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggju (hvorki sem kvenkyns eða karlkyns) mætir á mörgum stöðum. Þessar hindranir eru tilkomnar vegna þess að samfélagið gengur út frá því að fólk sé annað- hvort karl eða kona. Í sundlauginni gæti Logn mögulega farið í þann klefa sem háni líður best með að fara í og sumir sundstaðir eru með kynlausa klefa. En spurningin bendir á að ákveðinn hópur kemst ekki greiðlega í sund og aðgengi fyrir alla að almenningsstöðum eins og sundlaugum er mikilvægt jafnréttismál. Í skotboltakeppninni gæti Logn keppt í því liði sem háni líður best með að spila í. Betra væri þó að hafa annarskonar lið en stráka- og stelpulið. Það væri til dæmis hægt að raða í lið eftir stafrófsröð, áhugasviði, fjölda systkina, uppáhalds pizzuáleggi eða bara hverju sem er. Í Reykjaferðinni gæti Logn fengið sérherbergi eða, eins og áður, sofið á þeim gangi sem háni líður best með. En best væri auðvitað að skólinn og skólabúðirnar myndu leggja sig fram um að stíga skref inn í breytta tíma með því að finna aðrar leiðir til að skipta nemendum upp en út frá tveimur kynjum. + Í hvaða klefa myndi Logn að fara í sundlauginni? + Hvort myndi Logn keppa með strákaliðinu eða stelpuliðinu í árlegu skotboltakeppninni í skólanum? + Ætti Logn að gista á stelpu- eða strákaganginum í Reykjaskólaferðinni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=