58 það svolítið erfitt því einu sinni var trans strákur í skólanum háns sem var mikið strítt. En sem betur fer tóku foreldrar Logns fréttunum vel og sögðu, með leyfi háns, kennurunum í skólanum frá því að Logn upplifði sig hvorki vera strák né stelpu. Kennararnir í skólanum sögðu Logni að hán mætti ráða því sjálft hvenær hán vildi að bekkurinn frétti af þessu og áður en bekkurinn fór í Reykjaskóla sagði Logn bekknum frá því að hán væri kynsegin. Krakkarnir í bekknum tóku þessu mjög vel en margir spurðu Logn spurninga sem hán átti erfitt með að svara. Það fannst háni frekar óþægilegt því það var margt sem hán hafði ekki hugsað út í að gæti orðið flókið og erfitt. Hán fór að hugsa um það hversu mikið allt samfélagið okkar væri miðað við einungis tvö kyn. Þegar Logn varð 13 ára gat hán farið í hinsegin félagsmiðstöðina þar sem hán hitti fleiri krakka sem voru ekki sískynja, bæði trans stráka og -stelpur en líka aðra kynsegin krakka og sískynja krakka sem voru ekki gagnkynhneigð. Flest áttu þau það sameiginlegt að hafa mætt alls kyns hindrunum og mótlæti í hversdagslífinu. Þau voru öll sammála um að þau skyldu taka höndum saman og berjast fyrir betri heimi fyrir allt hinsegin fólk. Logn gleðst yfir því að viðhorf fólks í garð hinsegin fólks séu að breytast til hins betra, enda finnst háni það mikilvægt að komið sé fram við hán eins og aðra. Hán hefur líka tekið eftir því að dregið hefur úr mörgum þeirra hindrana sem hán mætti fyrst eftir að hán kom út þótt enn þá sé vissulega langt í land. 1. Ræðið í 3-5 manna hópum spurningarnar í „Hafðu í huga“. Kennarinn ræður hvort þið takið umræðurnar upp eða hvort þið gerið grein fyrir niðurstöðum ykkar innan bekkjarins. 2. Vinnið með kynsegin orð. a. Fallbeygið orðin hán, stálp og kvár. b. Skrifið eina setningu eða málsgrein með hverju orði 3. Skoðið vefinn otila.is og veljið ykkur 4-6 orð eða hugtök sem þið þekkið ekki til að kynna ykkur og útskýra fyrir bekknum ykkar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=