Sjálfbærni - verkefnabanki

56 Afurð Niðurstöðurnar getur þú sett fram með fjölbreyttum og skapandi hætti; til dæmis á veggspjald (á pappír eða rafrænt), búið til glærukynningu, með einnar blaðsíðu ritun, búið til hlaðvarpsþátt eða útskýringarmyndband. Ef þér dettur önnur útfærsla í hug skaltu ræða það við kennarann þinn. Afurðina kynnir þú fyrir bekknum. Ef hægt er að hengja verkefnið upp á vegg er tilvalið að gera það svo aðrir geti fræðst um kynjajafnrétti í kvikmyndum. Viðmið um árangur + Í verkefninu er ein bíómynd greind út frá stöðlum Bechdel prófsins. + Niðurstöður eru settar sjónrænt fram svo aðrir geti séð. + Í verkefninu kemur fram útskýring á Bechdel prófinu, og sagt frá hvort og hvernig ein bíómynd stóð eða féll á prófinu. Hópastærð Einstaklings eða paraverkefni Námsgreinar Íslenska, erlend tungumál, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 2-4 kennslustundir í skóla auk áhorfs á kvikmynd að eigin vali heima. Tilbrigði + Skoðið heildina: Safnið saman niðurstöðum bekkjarins, skoðið þær í heild sinni og veltið fyrir ykkur hversu margar kvikmyndir standast Bechdel prófið og hversu margar falla á því. Veltið fyrir ykkur hvort fylgni sé á milli tegundar kvikmynda og útkomu á prófinu. + Takið málin í ykkar hendur: Skrifið bréf til kvikmyndahúsa, sjónvarpsstöðva, streymisveitna, Kvikmynda- sjóðs, menningarmálaráðherra eða þeirra sem þið teljið að gætu haft áhrif á að draga úr kynjahalla í kvikmyndum. Gerið grein fyrir niðurstöðum ykkar og hvetjið til að efnisval, framleiðsla og aðrar ákvarðanir séu teknar með kynjagleraugun á nefinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=