Sjálfbærni - verkefnabanki

55 Skilyrði Bechdel prófsins eru: 1. Í kvikmyndinni eru að minnsta kosti tvær nafngreindar konur. 2. Konurnar þurfa að eiga samtal í myndinni. 3. Samskiptin þurfa að snúast um eitthvað annað en karla. Verkefnið þitt er að horfa á eina bíómynd með kynjagleraugum og kanna hvort hún standist öll þrjú skilyrði Bechdel prófsins. Ef myndin stenst ekki skilyrðin gefur það vísbendingu um að myndin viðhaldi úreltum hugmyndum um kynhlutverk. Hafðu í huga + Þegar þú setur fram verkefnið skaltu útskýra Bechdel prófið á einfaldan hátt: hvað það er, skilyrðin þrjú og hvað fólk geti lært af því. + Hvaða mynd valdir þú? Hvað fjallar hún um og af hverju valdir þú hana? + Hvaða skilyrðum féll myndin á? Öllum eða bara einu? + Ertu ósammála niðurstöðum prófsins? + Hvaða aðrar kvikmyndir hafa líka fallið á Bechdel prófinu? + Hvað kom þér á óvart? Eru færri myndir að falla á Bechdel prófinu? Verkfæri + Aðgangur að tölvu/snjalltæki með interneti. + Ein kvikmynd að eigin vali (eða fleiri!). + Aðgangur að efniviði til að setja fram niðurstöðurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=