54 Markmið STENST MYNDIN BECHDEL PRÓFIÐ? + Að nemendur ígrundi hvernig kynjahalli birtist í kvikmyndum. + Að nemendur átti sig á hvernig kvikmyndir geta viðhaldið staðalmyndum um hlutverk karla og kvenna. Verkefnalýsing Hversu margar uppáhalds kvikmyndir átt þú? Vonandi að minnsta kosti eina. Í þessu verkefni munt þú að leggja lítið kynjajafnréttispróf fyrir kvikmynd að eigin vali. Bechdel prófið eru þrjár einfaldar spurningar eða skilyrði sem er ætlað að vekja athygli áhorfenda á kynjahalla og staðalímyndum í kvikmyndum. Ef myndin uppfyllir öll skilyrðin stenst hún prófið. Ef hún gerir það ekki fellur hún á prófinu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=