52 Hver sér um gæludýr? Stóra samhengið Til dæmis: Passar að gefa gæludýrinu að borða. Kaupa gæludýramat. Labba eða leika við dýrið. Baða. Fara með til dýralæknis. Hvernig er verkaskiptingin á þínu heimili heilt yfir? Vissirðu um öll þessi verk sem eru unnin? 2. Taktu viðtal við eldri aðila úr fjölskyldu þinni eða nærumhverfi. Í viðtalinu byrjar þú á því að afla upplýsinga um manneskjuna, uppruna og uppvöxt, starf og áhugamál. Svo fjallar meginhluti viðtalsins um viðhorf hennar til kynhlutverka á heimilinu: Hvernig kynhlutverk voru þegar viðkomandi var að alast upp? Hvernig þau voru þegar manneskjan ól upp sín börn og hvernig hún telur hlutverkum vera háttað í dag? 3. Skrifaðu svo viðtalið upp en gættu þess að umorða það sem viðmælandi þinn segir svo úr verði samfelldur texti eða frásögn en ekki endurtekning á beinni ræðu viðmælandans. Hafðu í huga + Undirbúningur. Þú þarft að undirbúa viðtalið vel og útbúa góðar, opnar spurningar sem gefa viðmæl- endum þínum færi á að spjalla og segja frá frekar en að svara með aðeins einu eða örfáum orðum. + Viðtalið. Takið viðtalið upp á hljóð eða myndband. + Úrvinnsla. Þegar þú skrifar viðtalið þitt skrifaðu samfelldan texta þar sem þú notast við óbeina ræðu en ekki skrifa beint upp spurningarnar þínar og svör viðmælandans. Verkfæri + Sími eða annað snjalltæki til að taka upp viðtalið. + Tölva, snjalltæki eða blað og skriffæri til að skrifa spurningar og viðtalið sjálft.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=