Sjálfbærni - verkefnabanki

51 Hver sér um mat og innkaup? Hver sér um fjármál heimilisins? Hver sér um tómstundirnar? Hver sér um þvottinn? Hver sér um þrif? Hver sér um samskipti og frítíma fjölskyldunnar? Til dæmis: Skipuleggja og sjá um matarinnkaup. Undirbúa matmálstíma. Útbúa nesti. Til dæmis: Passar að borga reikninga. Bókhald. Sparnað. Afborganir. Til dæmis: Að skrá þig á æfingar. Að passa að þú mætir á réttum tíma. Fjáraflanir fyrir ferðum. Til dæmis: Man eftir að setja í vél, hengja upp, setja í þurrkara, brjóta saman og ganga frá. Til dæmis: Ganga frá eftir kvöldmat. Fara út með ruslið. Vikuleg þrif. Til dæmis: Man eftir afmælum og að kaupa gjafir. Skipuleggur afmæli og hátíðisdaga. Passar að halda sambandi við fjölskyldu og vinafólk. Skipuleggur ferðalög. Á samskipti við foreldra vina þinna. Hver sér um þig? Til dæmis: Að gefa að þér að borða. Að skipuleggja frítíma þinn. Samskipti við skóla, kennara, þjálfara eða lækna. Að þú sinnir heimanámi. Að hugsa um þig þegar þú ert lasin/n. Verkefnalýsing 1. Farðu í gegnum þessar spurningar og svaraðu þeim fyrir þig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=