Sjálfbærni - verkefnabanki

5 Verkfæri Blað og skriffæri. Hafðu í huga + Reyndu að hafa spurningarnar þínar þannig að þær geti átt við alla í bekknum. + Leggðu þig fram um að sýna bekkjarfélögum þínum áhuga og virðingu bæði þegar þú semur spurningarnar þínar og þegar þú spyrð og spjallar á hraðfundinum. Hraðfundurinn hefst og í eina mínútu spyr einn á meðan hinn svarar. Eftir mínútuna er skipt og bekkjarfélagi ykkar fær að spyrja ykkur. Þegar bæði hafa spurt er skipt um viðmælanda og nýr fundur hefst. Kennarinn stýrir því hversu margar umferðir er farið. Hraðfundurinn hefst og í eina mínútu spyr einn á meðan hinn svarar. Eftir mínútuna er skipt og bekkjarfélagi ykkar fær að spyrja ykkur. Þegar bæði hafa spurt er skipt um viðmælanda og nýr fundur hefst. Kennarinn stýrir því hversu margar umferðir er farið. Hópastærð 8-48 Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi 1-6 kennslustundir (fer eftir fjölda umferða og úrvinnslu). Undirbúningur Kennari raðar borðum og stólum þannig að nemendur geti setið gegnt hvor öðrum, tveir og tveir saman. Tilbrigði Í lok tímans eða verkefnisins geta nemendur skrifað stutta ígrundun um upplifun sína af fundunum, bæði hvernig þeim þótti að deila því sem þau voru spurð um og eins hvað þau lærðu og uppgötvuðu áhugavert við að spyrja aðra. Eins gæti kennari stýrt umræðum um sömu mál.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=