Sjálfbærni - verkefnabanki

45 Markmið BYLGJUR BREYTINGANNA + Að kynnast ólíkum bylgjum í kvennabaráttu síðustu alda. + Að öðlast skilning á þeim samfélagslegu breytingum sem hafa áunnist í kvenréttindabaráttunni. Verkefnalýsing Í þessu verkefni kynnið þið ykkur jafnréttisbaráttu kynjanna í sögulegu samhengi. Þið ætlið að afla ykkur upplýsinga um ólíkar bylgjur femínismans og setja upp í „infograph“ eða tímalínu þar sem þið skrifið hnitmiðaðan texta um baráttuna í hverri bylgju, myndlýsið helstu áherslum og gerið grein fyrir einstaklingum sem voru áberandi í hverri bylgju fyrir sig. Prófið að leita á netinu með leitarorðinu „infograph“ til að fá hugmyndir um ólíkar leiðir sem þið getið farið við útfærslu verkefnisins. Það eru líka til vefsíður þar sem hægt er að nálgast sniðmát sem nota má við gerð verkefnisins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=