Sjálfbærni - verkefnabanki

41 Markmið + Að nemendur efli skilning sinn á hugtökum sem tengjast kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. + Að nemendur þjálfist í beitingu hugtaka og skilji samhengi milli þeirra. Verkefnalýsing Þið fáið útprentað blað sem er fullt af sexhyrningum. Í hverjum sexhyrningi er orð eða hugtak sem tengist kvenréttindum og jafnrétti kynjanna á einhvern hátt. Ræðið merkingu orðanna í sexhyrn- ingunum og klippið þá út. Raðið sexhyrningunum upp þannig að milli hliðanna sem snertast séu einhvers konar tengsl eða samhengi sem þið komið auga á. Veljið 4-6 samskeyti milli sexhyrninga og skrifið stutta skýringu á samhenginu eða tengslunum sem er milli þeirra orða og hugtaka sem þið röðuðuð saman. Hengið verkefnið ykkar upp og sýnið öðrum í bekknum hvernig þið tengduð hugtökin og hvaða skýr- ingar þið gerðuð á því. Skoðið hvað aðrir gerðu og fáið að heyra þeirra nálgun. SEXHYRND HUGSUN UM JAFNRÉTTI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=