4 Verkefnalýsing Í þessu verkefni fáið þið eina mínútu til að spyrja bekkjarfélaga ykkar spjörunum úr. Þið byrjið á því að skrifa niður 6-8 spurningar sem þið ætlið að spyrja. Spurningarnar gætu t.d. verið: HRAÐFUNDUR + Af hverju heitirðu nafninu þínu? + Hvað gerir þig glaða/n? + Hvenær varstu síðast leið/ur? + Hverja þykir þér vænt um? + Hver eru áhugamál þín? + Hvað dreymir þig um? + Hvað gerir þú þegar þú kemur heim úr skólanum? + Hvað finnst þér best að borða? + Hverju myndir þú aldrei segja mér frá? + Í hvaða aðstæðum nýtur þú þín best? + Í hverju ertu góð/ur? + Við hvað ertu hrædd/ur? + Að nemendur kynnist bekkjarfélögum og öðlist skilning á því að við eigum öll margt sameiginlegt en erum líka ólík. + Að tengjast heiminum og uppgötva leiðir til að gera hann að betri stað. Markmið
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=