Sjálfbærni - verkefnabanki

38 Fyrri hluti – Umræðuhópar 1. Hver gerir hvað? Hvaða atriði eru kynin líklegust til að gera í skólanum og utan skóla? 2. Væntingar. Farið yfir það sem hópurinn skráði og ræðið saman spurningarnar sem snúa að væntingum til hefðbundinna kynhlutverka. 3. Breytingar. Hópurinn ræðir hvort og hvernig megi rjúfa þessa hringrás. Seinni hluti – Jafnréttissáttmáli 4. Viðbrögð. Hver hópur kemur sér saman um 3-5 leiðir til að bregðast við og kynnir fyrir bekknum. Bekkurinn velur í sameiningu 4-6 atriði til að setja í sameiginlegan jafnréttissáttmála bekkjarins. 5. Veggspjald. Hver hópur fær eitt atriði úr sáttmálanum til að búa til lítið veggspjald fyrir. 6. Sáttmáli. Að endingu er fjölbreytilegur jafnréttissáttmáli bekkjarins hengdur upp á vegg í stofunni. Hver gerir hvað? Í skólanum Utan skóla Fær skammir Fær hrós Fylgir fyrirmælum Hefur hátt Hefur lágt Mætir á réttum tíma Kemur oft seint Lærir heima Skemmir hluti Passar vel upp á hluti Fer eftir reglum Er skipulögð/skipulagður Æfir dans Æfir fótbolta Æfir íshokkí Spilar tölvuleiki Fer í verslunarmiðstöðina Hugsar um útlitið Er á samfélagsmiðlum Hefur áhuga á bílum Æfir söng Hefur áhuga á bakstri Hefur áhuga á íþróttum Hlustar á rapp

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=